Spilakvöld – Takið kvöldið frá

Spilaklúbburinn Engin Von heldur spilakvöld laugardaginn 11.febrúar. Nánari dagskrá verður sett inná vefinn þegar nær dregur laugardeginum.

Unnið er að því að skipuleggja kvöldið og því verður dagskrá kvöldsins ekki auglýst fyrr en líður á vikuna.

En munið að taka frá kvöldið fyrir spilakvöld.

Mæting klukkan 20:00 í H4, Reykjavík.

www.enginvon.org

Velkomin(n) á nýja og uppfært vefsvæði spilaklúbbsins Engin Von.

Síðustu daga hefur flutningur staðið yfir frá gamla hýsingaaðilanum til þess nýja. Núna ef vefurinn www.enginvon.org hýstur af www.arvixe.com.

Næstu vikurnar fara svo í að koma setja annað efni sem spilaklúbburinn vill sjá á vefsvæðinu sínu.

Endilega komdu aftur í heimsókn fljótlega og athugaðu hvort það sé ekki komið meira efni inná vefinn okkar.

Spilað á Helgafelli

Ágætu félagsmenn,

Núna ætlar spilaklúbburinn Engin Von að skella sér í létta fjalla-skemmti-göngu á fimmtudaginn 14.júlí. Mæting er við Helgafell í Hafnarfirði klukkan 16:00.

Gangan á Helgafell hefst við bílastæðið hjá Kaldárseli, hérna eru leiðbeiningar að bílastæðinu og kort:

Keyrum til Hafnarfjarðar, og áfram Reykjanesbrautina, þá eru skilti sem sýna leiðina að Kaldárseli, eltum þau skilti .

GPS hnit á bílastæði: N64 01.367 W21 52.084

smellta á kort til að fá stærri mynd

Send hafa verið út boðskort í formi sms skilaboðs. Vinsamlegast staðfestið komu ykkar sem allra með því að svara sms skilaboðinu. Einnig er hægt að hringja í sendanda sms skilaboðanna og tilkynna þátttöku.